Hero image

Við erum betri saman

Verkefnið:

Árið 2022 hófst vinna við að endurmeta og uppfæra vörumerki og markaðsefni Landsbankans. Markmiðið var að sýna með skýrum hætti hvaða hlutverk Landsbankinn hefur í íslensku samfélagi sem vandað og ábyrgt fjármálafyrirtæki í fremstu röð.

Verkefnið skilaði:

Árangurinn er í greiningu

Okkar aðkoma:
HönnunAuglýsingaherferðHugmyndasmíðiVörumerkjastefnaHagaðilagreiningKvikmyndagerðSamskiptastefna
Greiningin

Landsbankinn er ein af burðarstoðum íslensks fjármálalífs og eitt stærsta fyrirtæki landsins. Hann nýtur trausts og virðingar meðal almennings og hefur síðustu ár verið efstur fjármálafyrirtækja í Ánægjuvoginni, sem mælir viðhorf almennings og viðskiptavina til íslenskra fyrirtækja.

Árið 2023 var unnið í nánu samstarfi við markaðsdeild Landsbankans að því að uppfæra vörumerki og markaðsefni bankans til að sýna með skýrum hætti fram á samfélagslegt mikilvægi bankans; að hann veiti viðskiptavinum sínum vandaða alhliða fjármálaþjónustu og starfi á jákvæðan og uppbyggilegan hátt með samfélaginu sem hann starfar í.

Markmiðið var að styrkja vörumerki Landsbankans þannig að það verði fast í sessi í þjóðarsál Íslendinga sem órjúfanlegur hluti þess að vera Íslendingur í sem allra víðustum skilningi þess orðs.

Full width image
Strategían

Í þessu verkefni var mikilvægt að hafa í huga að ekki væri um „nýbyggingu“ að ræða heldur uppfærslu og nýja leið til að nálgast viðskiptavini og samfélagið. Ásýnd fyrirtækja breytist með stefnu þeirra og var markmiðið að leggja meiri áherslu á þau einkenni bankans sem eru hlýrri, manneskjulegri og fjölbreyttari.

Engar U-beygjur voru í kortunum, enda ekki þörf á þeim.

Landsbankinn hefur um áratugaskeið verið „banki allra landsmanna“ og hluti af vinnu hópsins var að skilja og skilgreina betur hvað í því fælist. Slíkur banki mætir viðskiptavinum sínum þar sem þeir eru og aðlagar sig að þeirra þörfum og óskum. Hann býr til pláss fyrir ólíkan lífsstíl og þarfir á öllum sviðum.

Slíkur banki ætti að vera hluti af þjóðarsál Íslendinga og hluti af því að vera Íslendingur, í eins víðum skilningi þess orðs og mögulegt er. Banki allra þeirra sem telja sig Íslendinga, búa á Íslandi eða tengjast Íslandi sterkum böndum.

Framkvæmdin

Vörumerki Landsbankans var aðlagað til að miðla betur mannlegri sýn bankans, með hlýrri og litríkari nálgun, óformlegri myndheim þar sem viðskiptavinir og raunverulegt daglegt líf þeirra er í forgrunni. Grunnhönnun var breytt til að styðja svo betur við ólíkar birtingarmyndir og birtingarleiðir á stafrænum og hliðrænum miðlum, jafnt statískum myndum og kvikum.

Myndanotkun í markaðsefni var fært nær raunveruleikanum. Myndataka yrði að sjálfsögðu áfram fagmannleg og myndirnar áferðarfallegar, en áherslan er á að fanga raunveruleg augnablik í lífi viðskiptavina.

Með því að færast nær raunveruleikanum í myndanotkun hnykkjum við á því að það er ekki okkar að segja viðskiptavininum hvernig líf þeirra á að vera, heldur að við tökum á móti þeim eins og þeir eru.

Yfirskriftin „Við erum betri saman“ nær vel utan um markmið vinnunnar og miðlar þeim hughrifum sem að er stefnt. Hún setur fókusinn á viðskiptavini í stað bankans, hún er stutt, skýr og einlæg og er hvetjandi, inngildandi og bjartsýn.