Fjölbreyttur hópur hæfileikaríks fólks gerir okkur kleyft að klæðskerasníða teymi að ólíkum verkefnum og viðskiptavinum. Við búum yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífi, skapandi greinum, stjórnsýslu, stjórnmálum, fjölmiðlum, markaðssetningu og vörumerkjaþróun.
agnar-tr-lemacks
Ráðgjafi og eigandi
albert-munoz
Hönnunarstjóri
asdis-sigurbergsdottir
Ráðgjafi
birgir-pall-audunsson
Kvikmyndagerðarmaður
bjarni-olafsson
Ráðgjafi
bolli-huginsson
Ráðgjafi
bryndis-silja-palmadottir
Ráðgjafi
edda-kristin-ottarsdottir
Kvikmyndagerðarmaður
elias-jon-gudjonsson
Ráðgjafi
eydis-blondal
Texta- og hugmyndasmiður
flosi-eiriksson
Ráðgjafi
fridrik-kaldal-agustsson
Verkefnastjóri
gisli-arnason
Ráðgjafi
gudni-thor-olafsson
Hönnuður
gudrun-edda-gudmundsdottir
Ráðgjafi
gudrun-nordfjord
Verkefnastjóri
gunnar-ingi-bjornsson
Aðstoðarmaður
helga-kristin-haraldsdottir
Verkefnastjóri
hildur-helga-johannsdottir
Hönnuður
holmfridur-benediktsdottir
Hönnuður
huginn-freyr-thorsteinsson
Ráðgjafi og eigandi
hordur-axel-vilhjalmsson
Verkefnastjóri
ingolfur-hjorleifsson
Textasmiður
ingvar-sverrisson
Ráðgjafi og framkvæmdastjóri
iris-jonsdottir
Bókhald
kolbeinn-hamidsson
Hönnuður
magnus-arason
Umsjónarhönnuður
margret-adalheidur-thorgeirsdottir
Umsjónarhönnuður
orri-eiriksson
Texta- og hugmyndasmiður
sif-johannsdottir
Ráðgjafi og rekstrarstjóri
sigrun-sigurdardottir
Fjármálastjóri
sigurdur-armannsson
Hönnuður
sigurdur-oddsson
Hönnunarstjóri
stefania-reynisdottir
Ráðgjafi
stefan-snaer-gretarsson
Umsjónarhönnuður
steinunn-gydu-og-gudjonsdottir
Ráðgjafi
svanhildur-greta-kristjansdottir
Ráðgjafi
zuzanna-jadwiga-wrona
Hönnuður
Aton er fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhugi á samfélagsmálum í sem víðustum skilningi þess orðs er í forgrunni. Öll okkar vinna fer fram í teymum og höfum við lagt hart að okkur við að búa til teymismenningu sem er allt um lykjandi í starfi okkar, en er um leið í stöðugri þróun og mótun. Fagteymi tryggja faglegan stuðning, framþróun og heildarsýn á meðan fjölbreytt kúnnateymi eru sett saman til að leysa afmörkuð verkefni. Við leggjum upp með að allir njóti trausts í sínum teymum og að við séum saman að leysa verkefnin og sköpum í sameiningu menninguna og stemninguna á staðnum.
Skrifstofur okkar á Tryggvagötu 10 bjóða uppá fjölbreytt vinnurými og kaffihúsastemmningu þar sem samfélags- og markaðsmál eru krufin til mergjar, í bland við sjóðheitar umræður um poppstjörnur, körfubolta og aðra undarlega afkima mannlífsins. Hér er einnig lagt mikið upp úr endurmenntun, formlegri en líka óformlegri. Er hún meðal annars í formi reglulegra „Show & Tell“ viðburða þar sem við deilum þekkingu og reynslu með samstarfsfólki okkar, en eins fáum við reglulega utanaðkomandi fyrirlesara til að víkka sjóndeildarhringinn yfir bröns eða hádegisverð.
Hefur þú áhuga á að vinna með okkur?
Ekki hika við að hafa samband:
hallo@aton.is