Hero image

Sinfónían í blóma

Verkefnið:

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs. Í gegnum tónlistina segir hún sögu okkar og er á sama tíma spegill á íslenskan samtíma. Herferðin Sinfónían springur út birtist eftir heimsfaraldur, þegar endurvekja þurfti kynni við trygga gesti og ná til nýrra eyrna.

Verkefnið skilaði:

Gullverðlaun FÍT í tveimur flokkum

Okkar aðkoma:
HönnunAuglýsingaherferðHugmyndasmíðHreyfihönnun
Greiningin

Snemma árið 2022 fengum við það verkefni að móta herferð fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Heimsfaraldur heyrði sögunni til og framundan var fyrsta hefðbundna tónleikaár Sínfóníunnar síðan 2018-2019.

Annars vegar vildum við ná til tryggra gesta sem gera það að vana sínum að sækja sinfóníutónleika og biðu spennt eftir að fá tónleikabæklinginn sendan heim til sín. Gagnvart þeim vildum við auka eftirvæntingu og láta kynningarefnið bera með sér að það væru spennandi tímar framundan. Krafturinn sem bjó í augnablikinu bauð einnig upp á að ná til enn fleira fólks. Við vildum krækja í þau sem sækja menningarviðburði en þurfa aðstoð við að komast yfir sinfóníuþröskuldinn. Það fólk tengir ekki endilega við hefðbundin hönnunarmótíf Sinfóníuhljómsveita, svo til að ná til þeirra þurfti nýja og eftirtektarverða nálgun.

Strategían

Verkefnið fól þess vegna í sér að finna leið til að höfða til beggja hópa – það krafði okkur um frumlega og nútímalega meðferð á hátíðlegu og klassísku viðfangsefni. Eðli og hlutverk hljómsveitarinnar, markhóparnir og augnablikið eftir heimsfaraldur lögðu grunninn að hugmyndavinnunni. Til að vinna hana settum við á blað þrjú hugtök sem fönguðu þessar þrjár forsendur á áhugaverðan hátt, og fundum sameiginlegan punkt þeirra á milli. Þessi hugtök voru: 1) að vakna af dvala eftir heimsfaraldurinn, 2) að fólk myndi hrífast með, 3) og villt náttúran sem býr í eðli sinfónutónlistar. Þannig kom hönnunarhugmyndin til okkar; Sinfónían springur út.

Full width image
Framkvæmdin

Við sögðum skilið við svart-hvítar myndir af hljómsveitarmeðlimum sem höfðu einkennt markaðsefni Sinfóníunnar í mörg ár, og byrjuðum með auðan striga með þessari einföldu setningu. Herferðin tók mið af yfirstandandi árstíð hvers tíma sem tilvísun í Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi, og var þannig síbreytileg og aðlagaðist þeim raunveruleika sem hún talaði inn í. Hönnun og texti fylgdi jafnvægislínunni á milli frjálslegrar náttúru og fágunar, og stjórnast af tónlistinni sem ómar – hvort sem er, í bakgrunni myndbands eða í huga áhorfandans.

Ári seinna hélt blómaskeiðið áfram en þá voru blómin teiknuð í þrívídd. Innsæið byggði enn á sömu greiningarvinnunni, með þeirri breytingu að minna fólk síður á dvalann sem heimsbyggðin hafði verið í, og með meiri áherslu á sköpunarkraftinn; töfrandi uppsprettuna. Sprungnum út leyfum við blómunum að njóta sín, með herferðinni Sinfónían í blóma. Þar sjást blómin í nærmynd, súrrealísk og uppspunnin, með skærum litum sem vísa meðal annars í tónleikaraðir sem Sinfónían býður upp á.

Áhrifin

Herferðirnar tvær hafa vakið mikla eftirtekt almennings og ánægju hjá Sinfóníunni og gestum hennar. Einnig hafa báðar herferðir fengið gullverðlaun 
í FÍT samkeppninni, annars vegar í flokknum Hreyfigrafík árið 2023, og hins vegar Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir árið 2024.

Full width image