Markmið herferðarinnar var að upphefja faglega blaðamennsku og ítreka mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi.
Á undanförnum árum hefur starfandi blaðamönnum farið fækkandi, eða um 36% fækkun á tíu árum. Þessi þróun er alþjóðleg en Ísland sker sig úr í samanburði við t.d. Bandaríkin. Fjölmargar ástæður liggja að baki en sú veigamesta er gjörbreytt rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tekjur af auglýsingum hafa hrunið og rennur um helmingur auglýsingafjármagns á Íslandi til Google og Facebook. Á sama tíma er lítill fyrirsjáanleiki í styrkjaumhverfi stjórnvalda til sjálfstæðra fjölmiðla. Þessi markaðsbrestur hefur leitt til fækkunar blaðamanna, aukið álag og dregið úr svigrúmi þeirra til að vinna umfjallanir sem krefjast tíma og yfirlegu.
Aukin pólarísering og upplýsingaóreiða í samfélaginu gerir það að verkum að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir vandaða blaðamennsku
Þar sem greiningin leiddi í ljós stórar og umfangsmiklar áskoranir var nauðsynlegt að fasaskipta áherslum til að skilaboð félagsins næðu í gegn.
Ljóst var að markmiðum félagsins yrði ekki náð án skilnings. Að almenningur skilji hlutverk blaðamennsku og finni fyrir mikilvægi hennar í íslensku samfélagi. Eins að stjórnvöld þekki mikilvægi blaðamennsku við að viðhalda lýðræðinu. Þegar skilningurinn er skýr getum við farið að ræða stuðning. Stuðning almennings í formi áskrifta, stjórnvalda í formi fyrirsjánlegra styrkja og að fyrirtæki auglýsi í auknum mæli í innlendum fjölmiðlum.
Verkefnið núna var því skýrt: Að efla skilning með því að upphefja faglega blaðamennsku og ítreka mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa vörð um staðreyndir og kafa á dýptina.
Aukin pólarísering og upplýsingaóreiða í samfélaginu gerir það að verkum að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir vandaða blaðamennsku sem veitir aðhald, setur hlutina í samhengi og greinir rétt frá röngu. Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.
Tónn herferðarinnar er nútímalegur, orkumikill, spennuþrunginn og beinskeyttur, líkt og blaðamennska sjálf á til með að vera. Unnið var út frá lista af efnistökum sem endurspegla aukna pólaríseringu, upplýsingaofgnótt og hraða samtímans. Myndmálið, hljóðheimurinn og áferðin bar þessar áherslur. Rödd fréttamannsins Brodda Broddassonar var mótvægið sem sýndi stillingu og kom áleiðis ígrunduðum skilaboðum líkt og hlutverk blaðamanna er.
Samhliða auglýsingunni voru unnin samfélagsmiðlamyndbönd, viðtöl við þjóðþekkta blaðamenn af ólíkum miðlum. Þar ræddu þau þróun blaðamennsku og veittu dýpri innsýn í mikilvægi starfsins í nútíma samfélagi.
Hér má sjá lendingarsíðu verkefnisins.
Hljóðheimur var unnin af Halldóri Eldjárn.
Herferð Blaðamannafélagsins vakti mikla athygli og fékk gríðarlega mikla náttúrulega (organic) dreifingu. Blaðamenn og áhrifafólk í samfélaginu deildi reynslusögum og hnykkti þannig á skilaboðum herferðarinnar. Skilaboðin leiddu af sér aðsendar greinar, pistla á Facebook og upphóf mikilvægt samtal. Unnin var góður jarðvegur fyrir næstu fasa félagsins.